Uncategorized

Jólagjafaóskalisti

Ragnheiður Ragnarsdóttir, hönnuður hjá M-design og andlit New CID á Íslandi, er smekkkona mikil og fyrir helgi deildi hún jólagjafaóskalista í pistli inná mbl. Það er gaman að segja frá því að púðarnir úr Hulduheim eru á listanum, ekki amaleg meðmæli það. Áhugasamir geta séð listann hennar Röggu hér – margt fallegt sem þið kanski vissuð ekki að ykkur langaði í.

Annars er aðventan framundan með tilheyrandi kósýheitum og fjölskyldustundum. Ég ætla að nýta þá daga sem eftir eru af nóvember til að uppfæra heimasíðuna með fleiri myndum og tenglum. Þið ykkar sem eruð áhugasöm um að nálgast vörur frá mér endilega hikið ekki við að hafa samband.

Góðar stundir

M

 

Uncategorized

Handverk og hönnun

Hjartans þakkir kæru Reykvíkingar fyrir frábærar og fallegar viðtökur á Handverk og Hönnun í Ráðhúsinu. Það var bæði gaman og gefandi að segja frá vörulínunni minni, finna áhugann og upplifa Hulduheim með ykkar augum. Þessir fimm dagar voru mér mikil hvatning og ég held nú ótrauð áfram við að þróa og vinna vörulínunna. Ég hvet þá sem hafa áhuga á vörunum en geta ekki nálgast þær í sinni heimabyggð að hafa samband í gegnum netfang eða facebook, það er lítið mál að afgreiða vörurnar símleiðis og senda út á land. Á næstu misserum koma svo fleiri myndir hér inn svo þið getið fylgst með því sem í boði er.

Bestu kveðjur

María Rut

IMG_4139

Uncategorized

Brot

Það er ærin ástæða til þess að fjalla um munstrið Brot í dag þar sem að byggingin sem munstrið er innblásið af á einmitt afmæli í dag 1. nóvember. Byggingin sem um ræðir er hús Héraðsskólans á Laugarvatni, en bygging þess hófst árið 1928 og það svo fullgert á næstu árum. Héraðsskólinn er reistur í svokölluðum burstastíl Guðjóns Samúelssonar, en á fyrstu árum ferils síns gerði hann margar tilraunir til þess að endurgera hið dæmigerða íslenska hús, torfbæinn, í steinsteypu. Dæmi um fleiri byggingar í þessum stíl eftir Guðjón er Valhöll, Litla Hraun og forsetisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Þá var fyrsta tillaga Guðjóns að Sundhöll Reykjavíkur einnig í burstastíl, en hana lagði hann fram á alþingi árið 1923. Sú tillaga náði ekki hljómgrunni en árið 1928 lagði Guðjón fram teikningar af þeirri sundhöll sem við þekkjum í dag og var hún reist með sameiginlegu átaki ríki og bæjar. En aftur að afmælisbarninu; Héraðskólinn er mjög myndarlegt hús og staðsetning þess með eindæmum falleg og vel heppnuð. Í dag er þar rekið Hostel sem hefur vakið mikla lukku og gaman að sjá að húsið hafi fengið nýtt hlutverk. Við gerð Brots vann ég með burstir hússins, form þeirra og negatíva plássið á milli. Útkoman er reisulegt munstur sem kallast á við bygginguna. Brot kemur í tveimur litaútfærslum, annars vegar sandlitt og svargrátt (sjá mynd að neðan) og sandlitt og blágrænt, en síðarnefnda samsetningin á vel við þar sem þak hússins er í dag grænt.

brot-06

Uncategorized

Vörur í verslunum og breyttur opnunartími

Það gleður mig að tilkynna að gjafapappír úr Hulduheimi fæst nú í Safnbúð Þjóðminjasafnsins ásamt merkimiðunum fínu. Þá hafa merkimiðarnir einnig numið land á Ísafirði og fást hjá Kaupmanninum.

Sjálf er ég mikill aðdáandi Þjóðminjasafnsins og fer ekki suður nema að kíkja þangað inn. Nú er í gangi sýning sem heitir Silfur Íslands, en um er að ræða einstaklega fallega og vel upp setta sýningu á silfurmunum úr fórum safnsins. Ég hvet alla til líta á þessa smágerðu en stórbrotnu sýningu. Eftir rölt um safnið er svo tilvalið að kíkja í Safnbúðina og setjast svo niður og fá sér kaffibolla.

Kaupmaðurinn er tiltölulega ný verslun á Ísafirði og bíður upp á úrval íslenskrar hönnunvöru af ýmsu tagi, svo sem fatnað, fylgihluti, skart og skemmtilega hluti fyrir heimilið. Ég hef ekki haft tækifæri til að koma þar inn sjálf en af myndunum úr versluninni að dæma er þar margt fallegt til að gleðja augað og öll umgjörð og uppsetning fagmannlega úr garði gert. Þeir kunna þetta Ísfirðingar!

Úti er nú fínasta haustveður og Flóra er farin í haustfrí til 3 nóvember. Hér á vinnustofunni minni verður hinsvegar áfram opið þó svo að útidyrahurðin sé læst. Viðverutími minn er 09:00 – 14:30 ef einhver vill líta við (um að gera að banka) en annars er hægt að hafa samband gegnum síma eða netfang.

Njótið vikunnar

María

Uncategorized

Lífið í Flóru

Þá er hafin önnur vikan mín á vinnustofunni og óhætt að segja að starfið er fjölbreytt og spennandi. Morgnanna hef ég nýtt í að vinna að verkefnum, senda tölvupósta, taka við pöntunum og tala við viðskiptavini símleiðis. Eftir hádegi opnar svo Flóra og inn streyma allskonar viðskiptavinir sem margir hverjir líta inn á litlu vinnustofuna, sumir af forvitni, aðrir af áhuga og einhverjir að versla. Allt flæðir þetta frjálst, enginn dagur eins og aldrei að vita hvað dagurinn felur í sér.

Það hafa margir spurt mig „Hver er þessi Flóra sem þú ert alltaf að tala um?“ – ég skal fræða ykkur um það snöggvast.

Þeir sem þekkja til á Akureyri vita vel hvar Bautinn er, en sunnan við Bautann er gult hús sem áður hýsti antíkverslunina Frúnna í Hamborg. Í þessu gula húsi er falið lítið leyndarmál sem er verslunin Flóra og innaf henni er ég með vinnustofuna mína.

Flóra leggur áherslu á að vera nýtin og náttúruvæn og býður uppá vöruúrval í þeim anda. Þar er hægt að fá margt fallegt, íslenska tónlist, íslenskt barnaleikföng úr tré, yndislega þýska leðurinniskó fyrir börn (dóttir mín notar sína nánast daglega), náttúrúvæn hreingerningarefni eins og t.d. þvottaduft, sápur og fleira, second hand barna- og fullorðinsföt, íslenskar lopapeysur, íslenskt skart meðal annars frá Rannveigu Helgadóttur, handþrykkta boli frá Bolabít ásamt listaverkum eftir ýmsa listamenn. Matvörudeildinni má heldur ekki gleyma en þar leynist ýmislegt lífrænt, hollt og gott – spennandi teblöndur, íslenskt jurtakryddað salt, íslenskt berjasaft, kaffi, hveiti, pasta og ýmislegt fleira sem ég kann ekki að nefna, en allt saman mjög svo girnilegt.

Í húsinu eru svo fleiri vinnustofur, gullsmiður, ungir listamenn og svo eigendurnir Hlynur og Kristín. Reglulega eru viðburðir í húsinu, ljóðaupplestur, listasýningar, opnar vinnustofur og fleira skemmtilegt sem mig hlakkar mjög mikið til að taka þátt í. Í Flóru er góður andi og gott að vera, ég er glöð og þakklát fyrir að fá að vera hér og upplifa lífið í miðbænum frá þessu frábæra húsi.

Verið velkomin í Flóru

flora
Mynd fengin af facebooksíðu Flóru

Uncategorized

Gott start og þakkir

Ég vil þakka öllum þeim sem komu og samglöddust mér í tilefni af opnun vinnustofu minnar í síðustu viku kærlega fyrir innlitið. Í deginum fólst annað gleðiefni en ég átti líka stórafmæli og því fylgdi deginum tvöföld ánægja. Nú þegar flutningum er lokið, bæði á vinnustofu og heimili, tekur við rútína og auglýstur opnunartími og bíð ég öllum áhugasömum að líta við og kynna sér bæði vörur og þjónustu sem ég hef uppá að bjóða. Ég mun svo halda áfram að uppfæra síðuna með nýjustu fréttum, nýrri hönnun og fleira góðgæti.

Hér er svo mynd af vinnustofunni fínu

vinnustofan

Uncategorized

Opnun Vinnustofu

Það er búið að vera líf og fjör síðustu daga, enda ekki annað hægt þegar maður stendur í stóru. Fimmtudaginn næstkomandi mun ég nefnilega opna vinnustofuna mína í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Hafnarstræti 90, innaf versluninni Flóru (gula húsið sunnan við Bautann). Af því tilefni verður opið hús milli klukkan 12 og 18 og eru allir velkomnir að kíkja á fínu vinnuaðstöðuna mína. Ég verð með tilboð á gjafapappír og merkimiðum auk þess sem það er aldrei að vita að það verði tilboð á púðum líka. Ég hvet sem flesta til að líta inn, sýna sig og sjá aðra og sjá hvað bæði ég og Flóra hefur uppá að bjóða.

Auglýsing um opnunina sem birtist í Dagskránni næstkomandi miðvikudag.

 

auglysing

Hulduheimur

Gjafapappír fjórar tegundir

Eins og hefur komið fram þá fóru fjögur munstur í prent á gjafapappír og útkoman hefur nú loksins verið mynduð. Arkirnar koma upprúllaðar með miða utan um þar sem er fróðleikur um þá byggingu sem var fyrirmynd að munstrinu. Utan um allt saman er að lokum selló til að verja pappírinn fyrir veðrum og vindum á meðan hann er færður frá verlsun og heim. Valdar verslanir hafa nú fengið prufubækling sendann til sín og mun gjafapappírinn vonandi birtast í verlsunum von bráðar. Gjafapappírinn er prentaður hérna á Íslandi og rúllað og pakkað af alúð af mér og eiginmanninum yfir laugardagsbíómyndum.

 

gjafarullur

Uncategorized

Drangar

Það fór mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir gerð munstranna í Hulduheimi, en meðal þess sem ég gerði var að ljósmynda margar af byggingum Guðjóns. Ein af þeim var Laugarneskirkja en hún er vel falinn gimsteinn í Teigahverfinu, Reykjavík. Þegar ég gekk að kirkjunni kom ég að henni að aftan og eftir að hafa labbað hringinn varð mér litið upp og tók eiginlega andköf. Kirkjan er sláandi lík Akureyrarkirkju, líkt og smækkuð mynd af henni, en er samt svo ólík henni og algjörlega sérstök. Einkennandi turninn varð að innblástri fyrir munstrið Drangar auk þess sem fallegi sandlitur kirkjunnar er einn af litunum í palettunni Bergtónar. Munstrið er látlaust, eins og kirkjan, en samt svo tignarlegt og er það munstur sem ég sá fyrir mér sem einskonar bakgrunn fyrir hin munstrin, en það gefur svip án þess þó að vera áberandi.

 

drangar-04

Uncategorized

Akureyrarvaka

Næstkomandi Laugardag á Listasafn Akureyrar tuttugu ára afmæli. Af því tilefni verða listamenn og hönnuðir með listamarkað í gilinu á Akureyrarvöku. Ég verð þar með úrval af púðum, gjafapappír, merkimiða og  svo óvænta viðbót Sparikraga. Það er mín von að sem flestir láti sjá sig, gleðjist og njóti þeirra viðburða sem eru í boði í Listagilinu. Markaðurinn er opinn frá 13 -17, en dagskrána má nálgast hér.

IMG_3979

Frá Handverkshátíðinni á Hrafnagili 2013