Uncategorized

Lífið í Flóru

Þá er hafin önnur vikan mín á vinnustofunni og óhætt að segja að starfið er fjölbreytt og spennandi. Morgnanna hef ég nýtt í að vinna að verkefnum, senda tölvupósta, taka við pöntunum og tala við viðskiptavini símleiðis. Eftir hádegi opnar svo Flóra og inn streyma allskonar viðskiptavinir sem margir hverjir líta inn á litlu vinnustofuna, sumir af forvitni, aðrir af áhuga og einhverjir að versla. Allt flæðir þetta frjálst, enginn dagur eins og aldrei að vita hvað dagurinn felur í sér.

Það hafa margir spurt mig „Hver er þessi Flóra sem þú ert alltaf að tala um?“ – ég skal fræða ykkur um það snöggvast.

Þeir sem þekkja til á Akureyri vita vel hvar Bautinn er, en sunnan við Bautann er gult hús sem áður hýsti antíkverslunina Frúnna í Hamborg. Í þessu gula húsi er falið lítið leyndarmál sem er verslunin Flóra og innaf henni er ég með vinnustofuna mína.

Flóra leggur áherslu á að vera nýtin og náttúruvæn og býður uppá vöruúrval í þeim anda. Þar er hægt að fá margt fallegt, íslenska tónlist, íslenskt barnaleikföng úr tré, yndislega þýska leðurinniskó fyrir börn (dóttir mín notar sína nánast daglega), náttúrúvæn hreingerningarefni eins og t.d. þvottaduft, sápur og fleira, second hand barna- og fullorðinsföt, íslenskar lopapeysur, íslenskt skart meðal annars frá Rannveigu Helgadóttur, handþrykkta boli frá Bolabít ásamt listaverkum eftir ýmsa listamenn. Matvörudeildinni má heldur ekki gleyma en þar leynist ýmislegt lífrænt, hollt og gott – spennandi teblöndur, íslenskt jurtakryddað salt, íslenskt berjasaft, kaffi, hveiti, pasta og ýmislegt fleira sem ég kann ekki að nefna, en allt saman mjög svo girnilegt.

Í húsinu eru svo fleiri vinnustofur, gullsmiður, ungir listamenn og svo eigendurnir Hlynur og Kristín. Reglulega eru viðburðir í húsinu, ljóðaupplestur, listasýningar, opnar vinnustofur og fleira skemmtilegt sem mig hlakkar mjög mikið til að taka þátt í. Í Flóru er góður andi og gott að vera, ég er glöð og þakklát fyrir að fá að vera hér og upplifa lífið í miðbænum frá þessu frábæra húsi.

Verið velkomin í Flóru

flora
Mynd fengin af facebooksíðu Flóru

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s