Þessi uppskrift er tilvalin fyrir hverskonar kaffiboð og má vel baka hana einum til tveimur dögum fyrirfram. Ég hef bæði bakað þessa uppskrift hversdags, þá sleppt glassúrnum, og fyrir hátíðlegri tilefni og þá ýmist með eða án glassúrs. Í uppskriftinni er það sem heitir sjálflyftandi hveiti, eitthvað sem fæst erlendis. Auðveldlega má útbúa sjálflyftandi hveiti með því að blanda saman einum bolla af hveiti, tveimur teskeiðum af lyftidufti og örlitlu salti. Klikkið á myndina til að stækka.