Það þarf smá natni við gerð þessara dúnmjúku og bragðgóðu fylltu muffins – en tíminn er algjörlega þess virði. Uppskriftina fékk ég upphaflega frá Mömmum og muffins, hópi af góðum konum sem standa fyrir möffinssölu um Verslunarmannahelgina á Akureyri og rennur ágóðinn til styrktar Fæðingardeildar FSA. Í upphaflegu uppskriftinni er Lemon Curd í fyllingunni en ég hef líka fyllt muffinsin með hindberjasultu og er það ekki síðra, svo má líka láta hugmyndaflugið ráða.

formkökur

Uppskrift:

Möffins
1 bolli ósaltað mjúkt smjör, um 225 grömm
2 bollar sykur
1 vanillustöng, skorin langsum og baunirnar fjarlægðar með hníf
5 stór egg
1 3/4 bollar plús 2 matskeiðar plús 1 teskeið hveiti
1 bolli plús tæpur 1/3 bolli „cake flour“ (1 3/4 bolli hveiti plús 1/4 bolli maíssterkja =2 bollar cake flour. Blandið vel saman og notið samkvæmt uppskrift.)
2 teskeiðar lyftiduf1/2 teskeið salt
1 bolli sýrður rjómi

Fylling:
1 krukka Lemon Curd, góð sulta eða annars konar curd (ystingur)

Krem:
4 bollar ósaltað smjör, við stofuhita
3 1/2 bolli flórsykur
Salt á hnífsoddi
1 vanillustöng, baunir fjarlægðar með hníf
1 teskeið vanilludropar
1/4 bollar mjólk

Skraut:
Ef fyllingin er Lemon Curd er við hæfi að hafa fínrifinn börk af einni, veglegri sítrónu og smá sykur ofan á.
Annars má nota ýmis konar skraut svo sem sykurmassablóm, skrautsykur eða eitthvað annað sem hæfir fyllingunni.

Aðferð:
Hitið ofninn í 175 gráður. Smellið pappírsformum í möffinsform.

Hrærið saman smjörinu og sykrinum þartil smjörið hefur tekið á sig ljósari lit og er orðið „flöffí“. Bætið við vanillubaununum, hrærið saman.

Skiljið að eggjahvítur og eggjarauður. Bætið við eggjarauðunum í skálina, einni í einu, og hrærið vel á milli.

Blandið saman í aðra skál báðum gerðum af hveiti, lyftiduftinu og saltinu. Með hrærivélina stillta á lágann snúning, blandið hveitiblöndunni rólega saman við smjörblönduna. Hrærið þartil þessu er vel blandað saman. Bætið við sýrða rjómanum, hrærið vel.

Grípið aðra skál og stífþeytið eggjahvíturnar. Hrærið eggjahvítunum ofur varlega saman við degið.

Hálf-fyllið hvert form. Uppskriftin á að nægja fyrir um 24 kökur. Skellið kökunum í ofninn og bakið í um 20-24 mínútur (framkvæmið prjónapróf ef þið eruð ekki viss). Leyfið svo kökunum að kólna.

Skerið ofaní kökurnar með góðum hníf þannig að keilulaga lok komi uppúr. Náið í litla teskeið og gerið litla holu – það sem kemur uppúr holunni má nota í cake pops eða hreinlega borða eintómt. Fyllið holurnar með þeirri fyllingu sem þið hafið valið.

Kremið:
Setjið smjörið í hrærivélarskál og hrærið á góðum hraða þartil smjörið er orðið ljóst og kremkennt. Bætið við flórsykrinum og haldið áfram að hræra (byrja hægt, auka svo hraðann) og svo má bæta við vanillubaununum, vanilludropunum, saltinu og að lokum mjólkinni. Bætið við flórsykri eftir þörfum.

Smyrjið kreminu á kökurnar en farið varlega, því að kökulokið getur hæglega flogið af. Kremmagnið fer eftir smekk hvers og eins.

Ofan á:
Passar með Lemon Curd: Blandið saman í skál sykri og fínrifnum berki af einni sítrónu þannig að það loði saman, dýfið kökunum ofaní blönduna.
Skreytið að vild eins og hæfir fyllingunni eða tilefninu.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s