Uncategorized

Merkimiðar á pakka

„Sælla er að gefa en þiggja“ er frasi að mínu skapi og það sem meira er; mér finnst gaman að pakka inn gjöfum. Ég lendi hins vegar oft í vandræðum þegar kemur að því að merkja gjafirnar, oftar en ekki eru kort óþarflega stór og kosta líka formúgu. Ég kaupi því oft litla merkimiða og á í handraðanum fyrir óvæntar veislur, því þó svo ég sé ekki mikið fyrir að skrifa stór kort þá finnst mér mikilvægt að merkja gjafirnar. Það var því eðlilegt framhald að hanna merkimiða í stíl við gjafapappírinn með munstrunum úr Hulduheim. Ég ákvað að nota litina úr línunni en vildi hafa þá stílhreina og einfalda. Úr varð að prenta þrjá frasa á netta miða sem má skrifa á beggja vegna. Frasarnir passa við flest tækifæri og einn miðinn býður meira að segja uppá að filla út tilefnið. Miðarnir koma allir gataðir og því er auðvelt að hengja þá á fallegar gjafir.

3midar-01

Ein athugasemd við “Merkimiðar á pakka

  1. Bakvísun: Vörur í verslunum og breyttur opnunartími | Maria - vinnustofa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s