Yndislegi heimabærinn Akureyri átti 150 ára kaupstaðarafmæli þann 29. ágúst 2012. Af því tilefni var efnt til samkeppni um hönnun á afmælismerki fyrir bæjinn. Samkeppnin var lokuð en það kom í hlut nemenda Myndlistaskólans á Akureyri að spreyta sig á þessari miklu áskorun. Sem einn af nemendum skólans á þessum tíma var ég þátttakandi í samkeppninni og hér á eftir gefur að líta mitt framlag. Þá fylgir einnig texti um tilurð merkisins og innblástur þess. Merkið sem varð svo fyrir valinu var hannað af Sigrúnu Björk Aradóttur.

 

 

ak_logo

Um merkið
Merkið mitt sýnir þekkt kennileiti bæjarins sem jafnframt vísa í sögu hans. Merkið er samsett úr ferhyrningum, einum fyrir hver fimmtíu ár í sögu bæjarins. Akureyri er í daglegu tali álitin gróinn og öruggur fjölskyldubær en það endurspeglast í litum merkisins. Þá eru formin táknræn fyrir þann stöðugleika og traust sem Akureyskt samfélag býr yfir.

Nánar um kennileitin
Fyrstur er fuglinn sem kom mót galdramanninum þegar hann synti í Hvalslíki inn Eyjafjörðinn, en í Heimskringlu segjir: „Kom á móti honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin beggja vegna“. Þá prýðir fuglinn, eins og flestum er kunnugt, byggðamerki Akureyrar auk þess sem hann er táknrænn fyrir þá náttúru og fuglalíf sem einkennir bæinn.

Ímynd fuglsins er á bláum grunni, litur stöðugleika, einingar og trausts.

Annað kennileitið er Helgi „Magri“ Eyvindarson, en stytta af honum stendur í hjarta Akureyrar. Saga hans er óneitanlega tvinnuð við sögu Akureyrar, en Helgi nam fjörðinn sem bærinn stendur við. Í merkinu beinir Helgi spjóti sínu fram á við, tákn um von og bjarta framtíð.

Ímynd Helga er á grænum grunni, litur heppni, náttúru og gjafmildi.

Að lokum er Akureyrarkirkja, eitt þekktasta kennileiti Akureyrar í nútímanum. Kirkjan stendur hátt yfir bænum, reisuleg, tignarleg og síðast en ekki síst gott dæmi um hugsjón þeirra sem á undan komu. Þá er kirkjan það sem flestir hugsa til þegar spurt er hvað einkennir Akureyri.

Ímynd kirkjunnar er sýnd á gráum grunni, litur öryggis, þekkingar og reisnar.

Ein athugasemd við “150 ára afmæli Akureyrar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s