Uncategorized

Brot

Það er ærin ástæða til þess að fjalla um munstrið Brot í dag þar sem að byggingin sem munstrið er innblásið af á einmitt afmæli í dag 1. nóvember. Byggingin sem um ræðir er hús Héraðsskólans á Laugarvatni, en bygging þess hófst árið 1928 og það svo fullgert á næstu árum. Héraðsskólinn er reistur í svokölluðum burstastíl Guðjóns Samúelssonar, en á fyrstu árum ferils síns gerði hann margar tilraunir til þess að endurgera hið dæmigerða íslenska hús, torfbæinn, í steinsteypu. Dæmi um fleiri byggingar í þessum stíl eftir Guðjón er Valhöll, Litla Hraun og forsetisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Þá var fyrsta tillaga Guðjóns að Sundhöll Reykjavíkur einnig í burstastíl, en hana lagði hann fram á alþingi árið 1923. Sú tillaga náði ekki hljómgrunni en árið 1928 lagði Guðjón fram teikningar af þeirri sundhöll sem við þekkjum í dag og var hún reist með sameiginlegu átaki ríki og bæjar. En aftur að afmælisbarninu; Héraðskólinn er mjög myndarlegt hús og staðsetning þess með eindæmum falleg og vel heppnuð. Í dag er þar rekið Hostel sem hefur vakið mikla lukku og gaman að sjá að húsið hafi fengið nýtt hlutverk. Við gerð Brots vann ég með burstir hússins, form þeirra og negatíva plássið á milli. Útkoman er reisulegt munstur sem kallast á við bygginguna. Brot kemur í tveimur litaútfærslum, annars vegar sandlitt og svargrátt (sjá mynd að neðan) og sandlitt og blágrænt, en síðarnefnda samsetningin á vel við þar sem þak hússins er í dag grænt.

brot-06

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s