428406_10152852023300192_1042108585_n-1Ég heiti María Rut Dýrfjörð og er grafískur hönnuður. Markmiðið með þessari síðu er að halda utan um verkin mín og leyfa öðrum að njóta og fylgjast með.

Ég er alin upp við að fylgja eigin sannfæringu og gera það sem gleður mig mest. Frá því ég var barn hef ég sótt myndlistanámskeið, teiknað og saumað og haft unun af. Í minningunni var mamma alltaf með eitthvað á prjónunum og saumaði mikið svo athygli vakti og þó svo ég hafi ekki tileinkað mér prjónagáfuna þá heillaði saumavélin mikið og í dag er ég með vélina hennar í gíslingu. Faðir minn er einnig mjög handlaginn en ég hef tileinkað mér mikið af hans nákvæmni og natni og tel mig vera betri handverkskonu fyrir vikið.

Í gegnum tíðina hef ég viðað að mér fjölbreyttri þekkingu sem tengjast ástríðum mínum og með því að útskrifast sem grafískur hönnuður finnst mér ég loksins geta skapað afurðir sem endurspegla mig sjálfa. Handverk, hönnun, saumaskapur, teikningar og vörumörkun – allt mætist þetta í minni sköpun.

Námsferill
2010 – 2013 Myndlistaskólinn á Akureyri – grafískur hönnuður – lokið
2005 – 2007 TEKO (nú VIA) – Branding and Marketing management – lokið með AP gráðu
2004 – 2005 Fjölbrautarskólinn í Garðabæ – Listnámsbraut með áherslu á textíl og fatahönnun – lokið með stúdentsprófi
2003 – 2004 Verkmenntaskólinn á Akureyri – Listnámsbraut, ýmsir textíl- og myndlistaáfangar
1999 – 2003 Menntaskólinn á Akureyri – Félagsfræðibraut – lokið með stúdentsprófi

Önnur námskeið
2008 Brautargengi hjá Impru
2006 Sumarskóli í Kína – Tungumál, menning, starfshættir, framleiðsla og viðskipti.
2005 Námskeið í Táknmáli

Starfsferill
2005-2007 Kynningarfulltrúi nemenda fyrir hönd TEKO
2006 Starfsnám í Bólivíu – Umsjón með sýningarbás Alpaca Style fyrir vörusýningu í Bandaríkjunum
2005 Aðstoðarhönnuður hjá Oasis í London

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s