Uncategorized

Vörur í verslunum og breyttur opnunartími

Það gleður mig að tilkynna að gjafapappír úr Hulduheimi fæst nú í Safnbúð Þjóðminjasafnsins ásamt merkimiðunum fínu. Þá hafa merkimiðarnir einnig numið land á Ísafirði og fást hjá Kaupmanninum.

Sjálf er ég mikill aðdáandi Þjóðminjasafnsins og fer ekki suður nema að kíkja þangað inn. Nú er í gangi sýning sem heitir Silfur Íslands, en um er að ræða einstaklega fallega og vel upp setta sýningu á silfurmunum úr fórum safnsins. Ég hvet alla til líta á þessa smágerðu en stórbrotnu sýningu. Eftir rölt um safnið er svo tilvalið að kíkja í Safnbúðina og setjast svo niður og fá sér kaffibolla.

Kaupmaðurinn er tiltölulega ný verslun á Ísafirði og bíður upp á úrval íslenskrar hönnunvöru af ýmsu tagi, svo sem fatnað, fylgihluti, skart og skemmtilega hluti fyrir heimilið. Ég hef ekki haft tækifæri til að koma þar inn sjálf en af myndunum úr versluninni að dæma er þar margt fallegt til að gleðja augað og öll umgjörð og uppsetning fagmannlega úr garði gert. Þeir kunna þetta Ísfirðingar!

Úti er nú fínasta haustveður og Flóra er farin í haustfrí til 3 nóvember. Hér á vinnustofunni minni verður hinsvegar áfram opið þó svo að útidyrahurðin sé læst. Viðverutími minn er 09:00 – 14:30 ef einhver vill líta við (um að gera að banka) en annars er hægt að hafa samband gegnum síma eða netfang.

Njótið vikunnar

María

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s