Uncategorized

Eitthvað fallegt

Á dögunum lauk minni fyrstu einkasýningu og bar hún nafnið Eitthvað fallegt. Sýningin, sem haldin var í Flóru, samanstóð af útsaumsverkum og vefverkum. Nokkur orð um sýninguna:

Í verkunum endurspeglast vangaveltur Maríu um lífið og undrið sem náttúran er, hvernig allar baldursbrár virðast við fyrstu sýn eins, þegar hvert blóm er í raun einstakt. Um verkin segir María:

“Ég hef alla tíð haft unun á symmetríu og endurtekningu. Það fylgir því hugarró að uppgötva reglu í endurtekningu, sjá út óvænt munstur og fylgja því til enda. Það er einmitt þannig sem náttúran er uppbyggð, í allskonar kerfum og endurtekningum. Og planta er ekki bara planta; með því að rýna í séreinkenni hverrar og einnar getum við greint á milli tegunda, flokkað og séð að plantan sem þú hefur í hendi er hundasúra en ekki túnsúra. Ég er eins og hver önnur manneskja með tvö augu, munn og nef, tvær hendur og fætur. Eitt af mínum einkennum er þörfin fyrir að skapa. Kannski hef ég það í genunum, mögulega á ég það að þakka uppeldinu. Skilgreinir þörfin mig frá öðrum, er þetta mitt séreinkenni? Með nál og þráð á lofti yfirfæri ég vangaveltur mínar í myndvef með endurteknum handtökum, útkoman er eitthvað fallegt sem ég skil eftir mig fyrir komandi kynslóðir.”

IMG_5187

Uncategorized

Í fjölmiðlum / In the media

Fjölmargar erlendar heimasíður hafa fjallað um Hulduheim frá því á HönnunarMars og sýnir það hversu mikilvægur vettvangur sýningin er fyrir hönnuði. Sem frumraun á svo stórri sýningu var þetta frábær upplifun og ég reynslunni ríkari fyrir þá næstu, en það er að mörgu að hyggja í undirbúningi og framkvæmd. Miklar þakkir eiga líka skilið kanónurnar á Hönnunarmiðstöð fyrir vel skipulagðan og vel heppnaðan viðburð. Þá má ekki gleyma Epal en þeim ber að þakka fyrir að opna sýnar dyr fyrir (ekki svo) ungum og óreyndum hönnuði eins og mér. Í Epal mætti úrval erlendra blaðamanna og bloggara einn sýningardaginn og í framhaldinu fór af stað snjóbolti fyrirspurna og umfjallana.

Meðal þeirra erlendu heimasíða sem hafa fjallað um Hulduheim eru: DeZeen, TrendHunter, CoolHunting og Voyeurdesign. Þá hafa þónokkrir bloggarar, erlendir og innlendir, minnst á vörulínuna í sínum skrifum auk þess sem Hús og Híbýli birti innlit héðan frá vinnustofunni í einu blaðana sinna. Allt hjálpar þetta til og fyrirspurnum fjölgar dag frá degi. Það er ekki laust við að maður fyllist þakklæti yfir þessum góðu viðtökum sem gefa manni byr undir báða vængi og sjálfstraust til að halda áfram.

// // //

Several foreign websites have covered my collection HiddenWorld since DesignMarch, which shows how important the event is for the designers. For me as a debut the event was a great experience and I am more aware what is needed for the next one. The great people at the IcelandDesignCenter deserve big round of applause for their successfully executed preparation and an event well done. Design store Epal also deserve compliments for opening their doors to (not so) young and inexperienced designer such as myself. Selection of foreign journalists and bloggers attended one of the exhibition days and in the days following press requests and coverage on the collection started ticking in.

Amongst the websites covering the collection are: DeZeen, TrendHunter, CoolHunting og Voyeurdesign. Furthermore several bloggers have mentioned the collection in their writing and just recently the Icelandic home and design magazine Hús og Hýbíli published an article with photos from my studio. All of this helps and questions and demand has risen day by day. These great receptions fills me with gratitude and inspiration to keep on designing.

 

Vinnustofa

Photo: audunn.com

Uncategorized

To all my foreign visitors

Since exhibiting at DesignMarch my pattern collection HiddenWorld has received some attention abroad and several bloggers and trendwebsites have written articles about my little collection. What I had not anticipated was the boom in foreign visits to my website and I apologies for not having it translated to English earlier. I´ll make an extra effort in the future to keep the site both in Icelandic and English – in the meantime feel free to contact me via mail or phone for information.

During DesignMarch I showed for the first time a Bed Linen Set in the pattern Stuðlar, inspired by church of Akureyri, which received great attention. Hopefully I can find a suitable manufacturer in good time so that I can have them in stores before summer.

_OL_3773-Edit

Uncategorized

Hönnunarmars / DesignMarch

Þá er Hönnunarmars lokið og vil ég þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í Epal kærlega fyrir komuna. Það er óhætt að segja að ferðin hafi verið ómetanleg fyrir reynslubankann og margt spennandi í kortunum. Fyrsta umfjöllunin hefur nú verið birt á bloggi sem heitir ArtsThread – en höfundurinn, Calum Ross, var meðal fréttamanna og hönnunarbloggara sem fylgdust með viðburðum á Hönnunarmars.

////

DesignMarch is now officially over and I want to thank all who made their way to the exhibition at Epal. It is safe to say that the trip turned out to be very educational and there are exiting things bound to follow. The ArtsThread blog has just published a Q&A with me on their webpage – the author, Calum Ross, was amongst many reporters attending the events at DesignMarch.

Uncategorized

Nýtt á vefnum – uppskriftir

Fyrir nokkrum árum opnaði ég lítið blogg sem heitir Bloggað úr Brekkukoti. Þar birti ég ýmislegt sem snéri að heimilinu, t.d. uppskriftir, húsráð og DIY verkefni – þegar ég svo byrjaði í skólanum varð minni tími til að sinna blogginu og það gleymdist. Mér finnst gefandi að baka, elda, finna sniðugar lausnir fyrir heimilið, ljósmynda afraksturinn og deila með fólki. Mig langar að halda áfram að sinna þessu litla áhugamáli og til að byrja með birtast hér nokkrar uppskriftir. Flipinn er í aðalvalmyndinni hérna að ofan – vonandi hafið þið gaman af.

Uncategorized

Nýr endursöluaðili – Kaupstaður

Nýr endursöluaðili hefur nú bæst við og fagna ég samstarfi við vefverslunina Kaupstaður. Þær stöllur Rakel og Aldís reka verslunina ásamt netgalleríinu Muses, en þar má finna íslenska myndlist. Yfirskrift Kaupstaðs er íslenskt,framsækið og girnilegt og gleðst ég yfir því að falla inní þann flokk. Í Kaupstað fást púðarnir nú í fyrsta sinn utan vinnustofunnar svo þeir sem ekki eiga heimangengt hér á Akureyri geta tyllt sér við tölvuna og pantað á netinu.

Annars óska ég ykkur gleðilegs árs í þessum fyrsta pósti ársins 2014. Það eru spennandi verkefni framundan sem ég hlakka til að deila með ykkur þegar þar að kemur.

Bestu kveðjur – María

Uncategorized

Aðventuleikur

Ég er að undirbúa spennandi verkefni fyrir mars og langar að leyfa fólki að fylgjast með í gegnum póstlista. Því langar mig til þess að fara af stað með aðventuleik með veglegum vinningum af vinnustofunni minni og mun draga úr þeim nöfnum sem skrá sig á póstlistann. Þann 20. desember dreg ég út eftirfarandi vinninga:

  • 16 arkir af gjafapappír
  • 1 x vegglímmiða í lit að eigin vali
  • Púða í stærðinni 40 x 40 í lit að eigin vali

TIl þess að skrá sig á póstlistann og taka þar með þátt í leiknum klikkið hér

Hér eru svo tveir púðar sem eru til á vinnustofunni núna (ásamt fleirum), Álfhóll í blágrænu og Stuðlar í gulu og sandlitu.

alfholl_blagraenn_50x50 studlar_gulur_50x50

Uncategorized

„Það er ekki hægt að ala upp góða menn nema í fallegu umhverfi“

„Það er ekki hægt að ala upp góða menn nema í fallegu umhverfi“ eru orð Guðjóns Samúelssonar um gerð Þjóðleikhússins. Ég rakst á þessa setningu í minningargrein um Guðjón þegar ég vann að undirbúningi Hulduheims og hún hefur fylgt mér síðan sem eins konar mantra í gegnum vinnuferlið. Þessi fallega setning kemur nú í formi vegglímmiða í þremur litum og fæst meðal annars í IÐU.

vegglimmidi-01

Uncategorized

Nýr endursöluaðili – IÐA

Það gleður mig að segja frá því að IÐA í Lækjargötu 2a Reykjavík er nýjasti endursöluaðilinn minn. Í IÐU fæst dásamlegt úrval af fallegum bókum og fjölbreyttri gjafavöru og tilvalið að kíkja þar inn á Laugarvegslabbinu. Í IÐU fást merkimiðar, gjafapappír og vegglímmiðar, en ég mun setja inn myndir af vegglímmiðunum bráðlega. Það er kominn linkur á heimasíðunni þar sem má finna alla endursöluaðilana mína, en ég hvet ykkur til þess að hafa samband ef þið getið ekki nálgast vörurnar í ykkar heimabyggð – pósturinn reddar jú langflestu milli landshorna.

M

Uncategorized

Jólaandinn í Kraum

Ég fékk skemmtilega símhringingu í byrjun október þar sem mér var boðið að taka þátt í jólasýningu á vegum Handverks og Hönnunar. Sýningin er á Skörinni í Kraumi og stendur yfir jólin. Tuttugu hönnuðir og listamenn voru fengnir til þess að pakka inn og skreyta jólapakka eftir eigin höfði sem nú eru til sýnis. Ég ákvað að nota gjafapappírinn úr vörulínunni minni og þó svo að munstrin séu ekki hönnuð með jólin í huga fannst mér ágætis áskorun að nýta pappírinn við þetta tilefni og sýna að það þarf ekki mikið til að skapa jólastemningu, einn köngull úr garðinum og fín slaufa gerir jólakraftaverk (ég fattaði því miður ekki að taka mynd af pökkunum áður en þeir fóru suður). Ég hannaði svo merkimiða sérstaklega til að passa við gjafapappírinn og hér má nálgast útprentanlegt PDF skjal af þeim jolamerkimidar –  mín jólagjöf til þín. Gestir og gangandi geta nú lagt leið sína í Kraum og fá jólin beint í æð (og kanski hugmynd að frumlegri innpökkun).

jolamerkimidar