Uncategorized

Handverk og hönnun

Hjartans þakkir kæru Reykvíkingar fyrir frábærar og fallegar viðtökur á Handverk og Hönnun í Ráðhúsinu. Það var bæði gaman og gefandi að segja frá vörulínunni minni, finna áhugann og upplifa Hulduheim með ykkar augum. Þessir fimm dagar voru mér mikil hvatning og ég held nú ótrauð áfram við að þróa og vinna vörulínunna. Ég hvet þá sem hafa áhuga á vörunum en geta ekki nálgast þær í sinni heimabyggð að hafa samband í gegnum netfang eða facebook, það er lítið mál að afgreiða vörurnar símleiðis og senda út á land. Á næstu misserum koma svo fleiri myndir hér inn svo þið getið fylgst með því sem í boði er.

Bestu kveðjur

María Rut

IMG_4139