Uncategorized

Handverk og hönnun

Hjartans þakkir kæru Reykvíkingar fyrir frábærar og fallegar viðtökur á Handverk og Hönnun í Ráðhúsinu. Það var bæði gaman og gefandi að segja frá vörulínunni minni, finna áhugann og upplifa Hulduheim með ykkar augum. Þessir fimm dagar voru mér mikil hvatning og ég held nú ótrauð áfram við að þróa og vinna vörulínunna. Ég hvet þá sem hafa áhuga á vörunum en geta ekki nálgast þær í sinni heimabyggð að hafa samband í gegnum netfang eða facebook, það er lítið mál að afgreiða vörurnar símleiðis og senda út á land. Á næstu misserum koma svo fleiri myndir hér inn svo þið getið fylgst með því sem í boði er.

Bestu kveðjur

María Rut

IMG_4139

Hulduheimur

Draumur lítur dagsins ljós

Eftir þriggja ára nám í Myndlistaskólanum á Akureyri er nú komið að útskrift. Við val á lokaverkefni sameinaði ég áhuga minn á textíl og grafískri hönnun, með þessari heimasíðu langar mér að halda utan um framhald verkefnisins og fylgja því eftir. Hér að neðan má sjá texta úr kynningarbæklingi sem ég vann fyrir verkefnið auk mynda.

Úr kynningabæklingnum:

Það er mér mikilvægt að hafa sterka tengingu við eigin hönnun, að hún sé sköpuð af ástríðu og natni, aðeins þannig tel ég hana eiga erindi heim til annara. Fyrsta afurð mín er lína af munstruðum efnum sem nefnist Hulduheimur og er innblásin af verkum Guðjóns Samúelssonar (1887-1950), en eftir hann standa margar af þekktustu og fegurstu byggingum Íslands. Meðal verka hans eru Hallgrímskirkja, Þjóðleikhúsið, Sundhöll Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Akureyrarkirkja og aðalbygging Háskóla Íslands.

Bygginar Guðjóns eru stílhreinar, reisulegar og formfastar. Ég tengi þær við munsturgerð og eigin dálæti á reglu og skipulagi. Form sem speglast og eru endurtekin, línur sem teygja sig áfram, brotna og mætast. Allt þetta myndar fallega heild án þess þó að vera fyrirsjáanlegt. Í steinsteypunni sé ég skýra tenging við náttúruna; fjöllin, bergið og víðáttuna, ég sé í þeim híbýli huldufólks.

Mín von er að efnin veiti þér innblástur til þess að skapa fallega hluti fyrir eigið heimilið eða til gjafa. Hannaðu þinn eigin Hulduheim.

forsida_web