Auk þess að vera með mína eigin vörulínu, Hulduheim, bíð ég uppá ýmsa hönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þar má helst nefna hönnun lógóa, nafnspjalda, bæklinga og annars kynningarefnis. Einnig set ég upp árskýrslur og stórar ritgerðir og geri klárt til prents. Þá er ég opin fyrir hverskonar samstarfi þar sem hæfileikar mínir koma að góðum notum og hvet ég þá sem hafa áhuga að hafa samband með fyrirspurnir.