Það er fátt betra á köldum vetrardegi en að halda sig innandyra, nýta hráefni úr eldhússkápunum og baka brauð. Uppskriftina og fjallagrösin í hana fékk ég hjá tengdamömmu, en hún fékk hana aftur hjá nágrannakonu sinni. Frumraun mín í notkun fjallagrasa heppnaðist bara mjög vel – endilega prófið líka:

1 kg þurrefni (hveiti, rúgmjöl, heilhveiti, haframjöl)
1 tsk natron
1 tsk salt
8 tsk lyftiduft
1 líter vökvi (ab-mjólk, vatn, léttmjólk, súrmjólk)
100gr fjölkornablanda
15 gr fjallagrös smátt saxað
Döðlur – niðurskornar eftir smekk

Hitið ofninn á 170 gráður. Blandið þurrefnunum vel saman, auk fjölkornablöndunnar og daðlana. Hellið vökvanum útí og hnoðið vel (deigið er blautt og lítur pínu út eins og hafragrautur). Klæðið 6 ílöng álform með smjörpappír (fást átta saman í pakka í Bónus). Skiptið deiginu jafnt ofan í álforminn og setjið á plötu. Bakið í klukkutíma.

Tengdamamma hefur fryst brauðið með ágætisárangri en þau eru örugglega best nýbökuð með smjöri, osti og góðri sultu. Fjölkornablöndunni má skipta út fyrir annað korn, ég hugsa að rúsínur geta líka verið góðar í stað daðlana (má líka sleppa alveg). Þá má líka sleppa fjallagrösunum fyrir þá sem ekki eiga þau. Næst langar mig að prufa að setja sólþurrkaða tómata og oregano og svo er líka gott að setja kúmen, en þannig fengum við það fyrst frá nágrannakonu tengdó. Um að gera að prufa sem flest.

fjallagrasabraud

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s