Uncategorized

Eitthvað fallegt

Á dögunum lauk minni fyrstu einkasýningu og bar hún nafnið Eitthvað fallegt. Sýningin, sem haldin var í Flóru, samanstóð af útsaumsverkum og vefverkum. Nokkur orð um sýninguna:

Í verkunum endurspeglast vangaveltur Maríu um lífið og undrið sem náttúran er, hvernig allar baldursbrár virðast við fyrstu sýn eins, þegar hvert blóm er í raun einstakt. Um verkin segir María:

“Ég hef alla tíð haft unun á symmetríu og endurtekningu. Það fylgir því hugarró að uppgötva reglu í endurtekningu, sjá út óvænt munstur og fylgja því til enda. Það er einmitt þannig sem náttúran er uppbyggð, í allskonar kerfum og endurtekningum. Og planta er ekki bara planta; með því að rýna í séreinkenni hverrar og einnar getum við greint á milli tegunda, flokkað og séð að plantan sem þú hefur í hendi er hundasúra en ekki túnsúra. Ég er eins og hver önnur manneskja með tvö augu, munn og nef, tvær hendur og fætur. Eitt af mínum einkennum er þörfin fyrir að skapa. Kannski hef ég það í genunum, mögulega á ég það að þakka uppeldinu. Skilgreinir þörfin mig frá öðrum, er þetta mitt séreinkenni? Með nál og þráð á lofti yfirfæri ég vangaveltur mínar í myndvef með endurteknum handtökum, útkoman er eitthvað fallegt sem ég skil eftir mig fyrir komandi kynslóðir.”

IMG_5187

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s