Ragnheiður Ragnarsdóttir, hönnuður hjá M-design og andlit New CID á Íslandi, er smekkkona mikil og fyrir helgi deildi hún jólagjafaóskalista í pistli inná mbl. Það er gaman að segja frá því að púðarnir úr Hulduheim eru á listanum, ekki amaleg meðmæli það. Áhugasamir geta séð listann hennar Röggu hér – margt fallegt sem þið kanski vissuð ekki að ykkur langaði í.
Annars er aðventan framundan með tilheyrandi kósýheitum og fjölskyldustundum. Ég ætla að nýta þá daga sem eftir eru af nóvember til að uppfæra heimasíðuna með fleiri myndum og tenglum. Þið ykkar sem eruð áhugasöm um að nálgast vörur frá mér endilega hikið ekki við að hafa samband.
Góðar stundir
M