Fjölmargar erlendar heimasíður hafa fjallað um Hulduheim frá því á HönnunarMars og sýnir það hversu mikilvægur vettvangur sýningin er fyrir hönnuði. Sem frumraun á svo stórri sýningu var þetta frábær upplifun og ég reynslunni ríkari fyrir þá næstu, en það er að mörgu að hyggja í undirbúningi og framkvæmd. Miklar þakkir eiga líka skilið kanónurnar á Hönnunarmiðstöð fyrir vel skipulagðan og vel heppnaðan viðburð. Þá má ekki gleyma Epal en þeim ber að þakka fyrir að opna sýnar dyr fyrir (ekki svo) ungum og óreyndum hönnuði eins og mér. Í Epal mætti úrval erlendra blaðamanna og bloggara einn sýningardaginn og í framhaldinu fór af stað snjóbolti fyrirspurna og umfjallana.
Meðal þeirra erlendu heimasíða sem hafa fjallað um Hulduheim eru: DeZeen, TrendHunter, CoolHunting og Voyeurdesign. Þá hafa þónokkrir bloggarar, erlendir og innlendir, minnst á vörulínuna í sínum skrifum auk þess sem Hús og Híbýli birti innlit héðan frá vinnustofunni í einu blaðana sinna. Allt hjálpar þetta til og fyrirspurnum fjölgar dag frá degi. Það er ekki laust við að maður fyllist þakklæti yfir þessum góðu viðtökum sem gefa manni byr undir báða vængi og sjálfstraust til að halda áfram.
// // //
Several foreign websites have covered my collection HiddenWorld since DesignMarch, which shows how important the event is for the designers. For me as a debut the event was a great experience and I am more aware what is needed for the next one. The great people at the IcelandDesignCenter deserve big round of applause for their successfully executed preparation and an event well done. Design store Epal also deserve compliments for opening their doors to (not so) young and inexperienced designer such as myself. Selection of foreign journalists and bloggers attended one of the exhibition days and in the days following press requests and coverage on the collection started ticking in.
Amongst the websites covering the collection are: DeZeen, TrendHunter, CoolHunting og Voyeurdesign. Furthermore several bloggers have mentioned the collection in their writing and just recently the Icelandic home and design magazine Hús og Hýbíli published an article with photos from my studio. All of this helps and questions and demand has risen day by day. These great receptions fills me with gratitude and inspiration to keep on designing.
Photo: audunn.com