Cuddle-Me er yndislegt lítið fyrirtæki sem hefur það að markmiði að hanna og framleiða vörur sem ýta undir velferð ungbarna og styrkja samband þeirra við foreldra sína. Fyrsta afurð þeirra er svokölluð nuddsamfella, en með því að klæða barnið í samfelluna er auðveldara fyrir foreldra bæði að muna eftir og nota ungbarnanudd. Galdurinn felst í skemmtilegum dýramyndum sem sýna strokurnar sem nota á í nuddinu og í hvaða átt á að nudda.

Verkefnið fólst í því að hanna lógó, umbúðir, kynningarefni og annað tilheyrandi fyrir fyrirtækið. Mig langaði til að gera lógó sem endurspeglaði nafn fyrirtækisins, Cuddle-Me, og úr varð kelinn og krúttlegur api hangandi á skilti. Fyrirmynd apans má sjá á einni samfellunni sem og skottið sem sýnir nuddstrokurnar og einkennir hugmyndafræðina. Mildir litir og mjúk form ýta svo undir tilfinninguna um notalega stund með ungabarninu.

Myndir af umbúðum og öðru efni í vinnslu.

brand_identity_web-01

Eftir að hafa átt gott samstarf um gerð nýja útlitsins fyrir fyrirtækið barst í tal vilji eiganda Cuddle-Me til að bæta við vörum. Í framhaldinu kom upp hugmyndin að Krílakortunum og við þróun á þeim kom upp sú hugmynd hjá Valdísi og Unu að ég yrði hluti af fyrirtækinu. Svarið var auðsótt enda hef ég fulla trú á hugmyndafræði Cuddle-Me og því frábært tækifæri að fá að vera partur af því að hjálpa fyrirtækinu að vaxa og dafna. Við hópfjármögnuðum fyrir Krílakortunum í gegnum Karolina Fund og kynntum þau sem fallega hönnuð spjöld sem hjálpa foreldrum að myndgera mikilvæg augnablik í lífi barnsins fyrsta árið. Fjármögnunin gekk framar vonum, en við náðum takmarkinu og kynntum Krílakortin fyrst opinberlega á Handverkshátíðinni á Hrafnagili 2015. Af því tilefni hönnuðum við nýtt útlit fyrir sýningarbásinn ásamt því að uppfæra kennslumyndbandið fyrir nuddsamfelluna og taka nýjar myndir af vörum fyrirtækisins. Afraksturinn má sjá hér:

Nuddsamfellan og Krílakortin

fb_mynd

Básinn á Hrafnagili

IMG_7163 IMG_7182

Kennsluvideo í ungbarnanuddi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s