Uncategorized

Jólaandinn í Kraum

Ég fékk skemmtilega símhringingu í byrjun október þar sem mér var boðið að taka þátt í jólasýningu á vegum Handverks og Hönnunar. Sýningin er á Skörinni í Kraumi og stendur yfir jólin. Tuttugu hönnuðir og listamenn voru fengnir til þess að pakka inn og skreyta jólapakka eftir eigin höfði sem nú eru til sýnis. Ég ákvað að nota gjafapappírinn úr vörulínunni minni og þó svo að munstrin séu ekki hönnuð með jólin í huga fannst mér ágætis áskorun að nýta pappírinn við þetta tilefni og sýna að það þarf ekki mikið til að skapa jólastemningu, einn köngull úr garðinum og fín slaufa gerir jólakraftaverk (ég fattaði því miður ekki að taka mynd af pökkunum áður en þeir fóru suður). Ég hannaði svo merkimiða sérstaklega til að passa við gjafapappírinn og hér má nálgast útprentanlegt PDF skjal af þeim jolamerkimidar –  mín jólagjöf til þín. Gestir og gangandi geta nú lagt leið sína í Kraum og fá jólin beint í æð (og kanski hugmynd að frumlegri innpökkun).

jolamerkimidar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s