„Það er ekki hægt að ala upp góða menn nema í fallegu umhverfi“ eru orð Guðjóns Samúelssonar um gerð Þjóðleikhússins. Ég rakst á þessa setningu í minningargrein um Guðjón þegar ég vann að undirbúningi Hulduheims og hún hefur fylgt mér síðan sem eins konar mantra í gegnum vinnuferlið. Þessi fallega setning kemur nú í formi vegglímmiða í þremur litum og fæst meðal annars í IÐU.