Það var erfitt að velja hvaða munstur fengju þann heiður að vera prentuð á gjafapappír. Valið vandaðist aftur þegar kom að því að velja liti. Að lokum voru það fjögur munstur sem urðu fyrir valinu; Álfhóll, Stuðlar, Drangar og Brot. Við val á litum ákvað ég að nota einn af hverjum lit úr Litadýrð og svo tvílitt munstur úr Bergtóna. Munstrin eru prentuð á þykkann, milliglansandi pappír sem er gott að brjóta og pakka inn með. Einn viðskiptavinur stakk svo uppá því að arkirnar gætu komið vel út sem plagöt en hún verslaði Dranga og Álfhól og ætlaði að hengja uppá vegg hjá sér. Mér datt svo í hug að það gæti líka verið skemmtilegt að ramma pappírinn inn, hér er hann sýndur í ramma frá IKEA.