Hulduheimur

Stuðlar

Ein af byggingum Guðjóns Samúelssonar er mér mjög kær, en það er Akureyrarkirkja. Hún er ekki bara bæjarprýði okkar Akureyringa heldur eiga margir tengingu við hana. Við hjónin erum gift í Akureyrarkirkju, dóttir okkar er skírð þar og svo höfum við sótt ýmsar athafnir í tengslum við gleði- og sorgarstundir okkar nánustu þar. Kirkjan er í svokölluðum hamarsstíl Guðjóns en turnar hennar minna óneitanlega á stuðlaberg. Kirkjan er eins og áður sagði eitt af kennileytum Akureyrar og gnæfir yfir bænum frá því sem margir hafa nefnt fegursta kirkjustæði landsins. Munstrið Stuðlar vann ég út frá formunum í turnum kirkjunnar og reyndi að fanga tilfinninguna um stuðlabergið sem rís eins og hamar úr jörðu.

strengir-02

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s