Ein af byggingum Guðjóns Samúelssonar er mér mjög kær, en það er Akureyrarkirkja. Hún er ekki bara bæjarprýði okkar Akureyringa heldur eiga margir tengingu við hana. Við hjónin erum gift í Akureyrarkirkju, dóttir okkar er skírð þar og svo höfum við sótt ýmsar athafnir í tengslum við gleði- og sorgarstundir okkar nánustu þar. Kirkjan er í svokölluðum hamarsstíl Guðjóns en turnar hennar minna óneitanlega á stuðlaberg. Kirkjan er eins og áður sagði eitt af kennileytum Akureyrar og gnæfir yfir bænum frá því sem margir hafa nefnt fegursta kirkjustæði landsins. Munstrið Stuðlar vann ég út frá formunum í turnum kirkjunnar og reyndi að fanga tilfinninguna um stuðlabergið sem rís eins og hamar úr jörðu.