Eitt af mínum uppáhalds munstrum í línunni heitir Álfhóll og er innblásið af Þjóðleikhúsinu. Guðjón var sjálfur afar hugfanginn af fjöllum Íslands, hamrinum og stuðlaberginu, og sá fyrir sér að þar byggju álfar og huldufólk. Um gerð Þjóðleikhússins sagði hann eftirfarandi:
„Þegar ég byrjaði á uppdrættinum, komu strax í hug minn þjóðsögur okkar um huldufólkið og hamrabergsmyndun okkar. Hvorttveggja er rammíslenzkt. Í fátækt sinni dreymdi þjóðina, að hin dásamlega fegurð, skraut, ljós og ylur, væri í híbýlum huludufólksins, hinum risavöxnu hömrum hins náttúrumeitlaða bergs. Á hugsjón þessari reisti ég Þjóðleikhúsið sem voldugan hamar, þar sem fegurð lífsins blasir við, þegar í hamarinn er gengið“.
Úr bókinni Íslenzk Bygging
Formin í munstrinu eru fengin úr einkennandi ljósum stuðlum sem standa út á milli veggja Þjóðleikhússins.
Gaman að fá hugsunina á bakvið munstrin. Maður nýtur þess miklu betur að dást að munstrinu sjálfu ! takk ! X